Örn Arnarson tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 50 metra flugsundi á HM í Helsinki og Ragnheiður Ragnarsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra skriðsundi. Örn varð fimmti í undanrásum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um 2/100 úr sekúndu þegar hann synti á tímanum 23,77 sekúndum.
Ragnheiður kom 17. í mark í skriðsundinu á tímanum 25,59 sekúndum sem er hársbreidd frá Íslandsmeti hennar. Undanúrslitin eru svo í dag, en þar keppir Örn til úrslita í 100 metra fjórsundi.
Jóhanna Gústafsdóttir varði í næst síðasta sæti í 400 metra fjórsundi á tímanum 5 mínútum og 2,43 sekúndum og Anja Ríkey Jakobsdóttir varð fjórða síðust í 200 metra baksundi á tímanum 2 mínútum og 19,19 sekúndum.