Sundkappinn Örn Arnarson komst í morgun í undanúrslit í 100 metra fjórsundi á EM í Helsinki þegar hann kom þriðji í mark á tímanum 54,32 sek og bætt eigið Íslandsmet í greininni um rúma sekúndu.
Ragnheiður Ragnarsdóttir og Anja Ríkey Jakobsdóttir syntu í undanrásum í 50 metra baksundi en hvorug þeirra komst áfram. Þær höfnuðu í 22. og 23. sæti.