Kostnaður við Sundabrautarjarðgöng um 16 milljarðar 8. desember 2006 16:09 Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. Skýrslan er unnin á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar og í henni er meðal annars farið yfir tæknileg atriði við gerð ganganna, kostnaðarmat og áhrif á umferð og það borðið saman við leið III, sem kölluð hefur verið „eyjalausn". Árlegur kostnaður við þjónusturekstur ganganna er áætlaður um 100 milljónir króna.Fram kemur í tilkynningu frá borginni að í samráðsferli um 1. áfanga Sundabrautar, sem nær yfir sundin, með þátttöku Reykjavíkurborgar, íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals, Faxaflóahafna og Vegagerðarinnar var lögð áhersla á að kanna nánar jarðgangagerð á þeim áfanga.Ný jarðgangaleið var valin til skoðunar sem er lík legu þeirri sem var til skoðunar á árunum 1998-1999, en gangamunni að austanverðu er nú nær Geldinganesi en áður var. Með því verður tenging við Geldinganes og Kjalarnes og framtíðar þjóðveg til norðurs beinni en minni áhersla lögð á tengingu við Grafarvogshverfið. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á jarðfræði á leiða í ljós að á megninu af leiðinni er talið að jarðgöng liggi í bergi sem er hagstætt til jarðgangagerðar. Arðsemi 1. áfanga Sundabrautar er í samræmi við eldri áætlanir en hún miðast við uppbyggingu Sundabrautar í einum áfanga. Með áfangaskiptingu og lækkun stofnkostnaðar í upphafi geta arðsemistölur hækkað. Hraði uppbyggingar í Geldinganesi vegur þungt í arðsemisreikningum. Arðsemi ganganna er um 10% en leiðar III um 13%.Talið er að það taki um fjögur og hálft ár að leggja leið III en fimm og hálft að leggja jarðgöng og segir í tilkynninguni að hægt sé að stytta þann tíma eitthvað gangi allur undirbúningur snurðulaust.Kostir jarðgangaleiðar fram yfir leið III.• Minni umhverfisáhrif í heild nema hvað varðar heildarakstur eða aksturinnan ganga, engin umhverfisáhrif við ósa Elliðaáa, minni hljóðvistarvandamál.• Betri landnýting, minna land undir umferðarmannvirki.• Minni umferð á austurhluta Miklubrautar og á mið og norðurhlutaSæbrautar sem gefur tækifæri til frekari uppbyggingar meðframSæbrautinni á því svæði.• Allar siglingaleiðir óheftar þar á meðal að starfsemi á Ártúnshöfða,(Björgunar, Malbikunarstöðvar, Sementsafgreiðslu). Kostir leiðar III fram yfir jarðgangaleið.• Ódýrari í stofnkostnaði og rekstri, hærri arðsemi, minni heildarakstur ígatnakerfinu.• Léttir meiri umferð af Ártúnsbrekku, Höfðabakkagatnamótum og Gullinbrú.• Betri tenging göngu- og reiðhjólaleiða.• Ekið ofanjarðar.• Minni óvissa um stofnkostnað.• Mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.• Áfangaskiptingar auðveldari og auðveldara að aðlaga fjárfestingarskipulagsákvörðunum og uppbyggingu hvers tíma.Hér er ekki gerð tilraun til að meta þessa kosti og ókosti til fjár, enda torvelt ímörgum tilfellum.Báðar þær leiðir sem lagðar eru fram eru færar. Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. Skýrslan er unnin á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar og í henni er meðal annars farið yfir tæknileg atriði við gerð ganganna, kostnaðarmat og áhrif á umferð og það borðið saman við leið III, sem kölluð hefur verið „eyjalausn". Árlegur kostnaður við þjónusturekstur ganganna er áætlaður um 100 milljónir króna.Fram kemur í tilkynningu frá borginni að í samráðsferli um 1. áfanga Sundabrautar, sem nær yfir sundin, með þátttöku Reykjavíkurborgar, íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals, Faxaflóahafna og Vegagerðarinnar var lögð áhersla á að kanna nánar jarðgangagerð á þeim áfanga.Ný jarðgangaleið var valin til skoðunar sem er lík legu þeirri sem var til skoðunar á árunum 1998-1999, en gangamunni að austanverðu er nú nær Geldinganesi en áður var. Með því verður tenging við Geldinganes og Kjalarnes og framtíðar þjóðveg til norðurs beinni en minni áhersla lögð á tengingu við Grafarvogshverfið. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á jarðfræði á leiða í ljós að á megninu af leiðinni er talið að jarðgöng liggi í bergi sem er hagstætt til jarðgangagerðar. Arðsemi 1. áfanga Sundabrautar er í samræmi við eldri áætlanir en hún miðast við uppbyggingu Sundabrautar í einum áfanga. Með áfangaskiptingu og lækkun stofnkostnaðar í upphafi geta arðsemistölur hækkað. Hraði uppbyggingar í Geldinganesi vegur þungt í arðsemisreikningum. Arðsemi ganganna er um 10% en leiðar III um 13%.Talið er að það taki um fjögur og hálft ár að leggja leið III en fimm og hálft að leggja jarðgöng og segir í tilkynninguni að hægt sé að stytta þann tíma eitthvað gangi allur undirbúningur snurðulaust.Kostir jarðgangaleiðar fram yfir leið III.• Minni umhverfisáhrif í heild nema hvað varðar heildarakstur eða aksturinnan ganga, engin umhverfisáhrif við ósa Elliðaáa, minni hljóðvistarvandamál.• Betri landnýting, minna land undir umferðarmannvirki.• Minni umferð á austurhluta Miklubrautar og á mið og norðurhlutaSæbrautar sem gefur tækifæri til frekari uppbyggingar meðframSæbrautinni á því svæði.• Allar siglingaleiðir óheftar þar á meðal að starfsemi á Ártúnshöfða,(Björgunar, Malbikunarstöðvar, Sementsafgreiðslu). Kostir leiðar III fram yfir jarðgangaleið.• Ódýrari í stofnkostnaði og rekstri, hærri arðsemi, minni heildarakstur ígatnakerfinu.• Léttir meiri umferð af Ártúnsbrekku, Höfðabakkagatnamótum og Gullinbrú.• Betri tenging göngu- og reiðhjólaleiða.• Ekið ofanjarðar.• Minni óvissa um stofnkostnað.• Mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.• Áfangaskiptingar auðveldari og auðveldara að aðlaga fjárfestingarskipulagsákvörðunum og uppbyggingu hvers tíma.Hér er ekki gerð tilraun til að meta þessa kosti og ókosti til fjár, enda torvelt ímörgum tilfellum.Báðar þær leiðir sem lagðar eru fram eru færar. Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira