Kostnaður við Sundabrautarjarðgöng um 16 milljarðar 8. desember 2006 16:09 Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. Skýrslan er unnin á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar og í henni er meðal annars farið yfir tæknileg atriði við gerð ganganna, kostnaðarmat og áhrif á umferð og það borðið saman við leið III, sem kölluð hefur verið „eyjalausn". Árlegur kostnaður við þjónusturekstur ganganna er áætlaður um 100 milljónir króna.Fram kemur í tilkynningu frá borginni að í samráðsferli um 1. áfanga Sundabrautar, sem nær yfir sundin, með þátttöku Reykjavíkurborgar, íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals, Faxaflóahafna og Vegagerðarinnar var lögð áhersla á að kanna nánar jarðgangagerð á þeim áfanga.Ný jarðgangaleið var valin til skoðunar sem er lík legu þeirri sem var til skoðunar á árunum 1998-1999, en gangamunni að austanverðu er nú nær Geldinganesi en áður var. Með því verður tenging við Geldinganes og Kjalarnes og framtíðar þjóðveg til norðurs beinni en minni áhersla lögð á tengingu við Grafarvogshverfið. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á jarðfræði á leiða í ljós að á megninu af leiðinni er talið að jarðgöng liggi í bergi sem er hagstætt til jarðgangagerðar. Arðsemi 1. áfanga Sundabrautar er í samræmi við eldri áætlanir en hún miðast við uppbyggingu Sundabrautar í einum áfanga. Með áfangaskiptingu og lækkun stofnkostnaðar í upphafi geta arðsemistölur hækkað. Hraði uppbyggingar í Geldinganesi vegur þungt í arðsemisreikningum. Arðsemi ganganna er um 10% en leiðar III um 13%.Talið er að það taki um fjögur og hálft ár að leggja leið III en fimm og hálft að leggja jarðgöng og segir í tilkynninguni að hægt sé að stytta þann tíma eitthvað gangi allur undirbúningur snurðulaust.Kostir jarðgangaleiðar fram yfir leið III.• Minni umhverfisáhrif í heild nema hvað varðar heildarakstur eða aksturinnan ganga, engin umhverfisáhrif við ósa Elliðaáa, minni hljóðvistarvandamál.• Betri landnýting, minna land undir umferðarmannvirki.• Minni umferð á austurhluta Miklubrautar og á mið og norðurhlutaSæbrautar sem gefur tækifæri til frekari uppbyggingar meðframSæbrautinni á því svæði.• Allar siglingaleiðir óheftar þar á meðal að starfsemi á Ártúnshöfða,(Björgunar, Malbikunarstöðvar, Sementsafgreiðslu). Kostir leiðar III fram yfir jarðgangaleið.• Ódýrari í stofnkostnaði og rekstri, hærri arðsemi, minni heildarakstur ígatnakerfinu.• Léttir meiri umferð af Ártúnsbrekku, Höfðabakkagatnamótum og Gullinbrú.• Betri tenging göngu- og reiðhjólaleiða.• Ekið ofanjarðar.• Minni óvissa um stofnkostnað.• Mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.• Áfangaskiptingar auðveldari og auðveldara að aðlaga fjárfestingarskipulagsákvörðunum og uppbyggingu hvers tíma.Hér er ekki gerð tilraun til að meta þessa kosti og ókosti til fjár, enda torvelt ímörgum tilfellum.Báðar þær leiðir sem lagðar eru fram eru færar. Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. Skýrslan er unnin á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar og í henni er meðal annars farið yfir tæknileg atriði við gerð ganganna, kostnaðarmat og áhrif á umferð og það borðið saman við leið III, sem kölluð hefur verið „eyjalausn". Árlegur kostnaður við þjónusturekstur ganganna er áætlaður um 100 milljónir króna.Fram kemur í tilkynningu frá borginni að í samráðsferli um 1. áfanga Sundabrautar, sem nær yfir sundin, með þátttöku Reykjavíkurborgar, íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals, Faxaflóahafna og Vegagerðarinnar var lögð áhersla á að kanna nánar jarðgangagerð á þeim áfanga.Ný jarðgangaleið var valin til skoðunar sem er lík legu þeirri sem var til skoðunar á árunum 1998-1999, en gangamunni að austanverðu er nú nær Geldinganesi en áður var. Með því verður tenging við Geldinganes og Kjalarnes og framtíðar þjóðveg til norðurs beinni en minni áhersla lögð á tengingu við Grafarvogshverfið. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á jarðfræði á leiða í ljós að á megninu af leiðinni er talið að jarðgöng liggi í bergi sem er hagstætt til jarðgangagerðar. Arðsemi 1. áfanga Sundabrautar er í samræmi við eldri áætlanir en hún miðast við uppbyggingu Sundabrautar í einum áfanga. Með áfangaskiptingu og lækkun stofnkostnaðar í upphafi geta arðsemistölur hækkað. Hraði uppbyggingar í Geldinganesi vegur þungt í arðsemisreikningum. Arðsemi ganganna er um 10% en leiðar III um 13%.Talið er að það taki um fjögur og hálft ár að leggja leið III en fimm og hálft að leggja jarðgöng og segir í tilkynninguni að hægt sé að stytta þann tíma eitthvað gangi allur undirbúningur snurðulaust.Kostir jarðgangaleiðar fram yfir leið III.• Minni umhverfisáhrif í heild nema hvað varðar heildarakstur eða aksturinnan ganga, engin umhverfisáhrif við ósa Elliðaáa, minni hljóðvistarvandamál.• Betri landnýting, minna land undir umferðarmannvirki.• Minni umferð á austurhluta Miklubrautar og á mið og norðurhlutaSæbrautar sem gefur tækifæri til frekari uppbyggingar meðframSæbrautinni á því svæði.• Allar siglingaleiðir óheftar þar á meðal að starfsemi á Ártúnshöfða,(Björgunar, Malbikunarstöðvar, Sementsafgreiðslu). Kostir leiðar III fram yfir jarðgangaleið.• Ódýrari í stofnkostnaði og rekstri, hærri arðsemi, minni heildarakstur ígatnakerfinu.• Léttir meiri umferð af Ártúnsbrekku, Höfðabakkagatnamótum og Gullinbrú.• Betri tenging göngu- og reiðhjólaleiða.• Ekið ofanjarðar.• Minni óvissa um stofnkostnað.• Mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.• Áfangaskiptingar auðveldari og auðveldara að aðlaga fjárfestingarskipulagsákvörðunum og uppbyggingu hvers tíma.Hér er ekki gerð tilraun til að meta þessa kosti og ókosti til fjár, enda torvelt ímörgum tilfellum.Báðar þær leiðir sem lagðar eru fram eru færar. Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira