Ritstjóri Kompáss sektaður 7. desember 2006 18:55 Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira