Vildu hækka eigin kjör um 75% 5. desember 2006 18:46 Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt. Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt.
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira