Vildu hækka eigin kjör um 75% 5. desember 2006 18:46 Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt. Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira