Tónlist

Það vantar spýtur

12 Tónar hafa gefið út geisladiskinn Það vantar spýtur, safn bestu barnalaga Ólafs Hauks Símonarsonar. Á disknum er að finna 14 lög af plötunum Eniga meniga, Hattur og Fattur komnir á kreik og Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir.

Lögin hafa verið sett í nýjan og skemmtilegan búning. Flytjendur eru Örn Árnason og systkinin Diddú og Páll Óskar Hjálmtýsbörn.

Tónlistarstjórn og útsetningar annaðist Jónas Þórir, hljóðfæraleikarar auk hans voru Scott Mclemore, Gunnar Hrafnsson, Jóhann Ásmundsson, Tatu Kantomaa og Hjörleifur Valsson.

Upptökur fóru fram í stúdíoí FÍH undir stjórn Jóhanns Ásmundssonar, hljóðblöndun var í höndum Óskars Páls Sveinssonar og Finnur Hákonarsson hljómjafnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×