Hugo Chavez, forseti Venesúela, sigraði í forsetakosningum í landinu en úrslitin voru birt í gær. Þegar að 78 prósent atkvæða höfðu verið talin var Chavez með 61 prósent þeirra, en meginandstæðingur hans, Manuel Rosales, með 38 prósent.
Sigurinn færir Chavez sex ár í viðbót í embætti forseta og ætlar hann meðal annars að afnema takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja, en samkvæmt núgildandi lögum má Chavez ekki bjóða sig fram í næstu forsetakosningum.