Castro hvergi sjáanlegur 2. desember 2006 19:30 Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Það verður seint sagt um Kúbverja að þeir geti ekki haldið almennilegar hersýningar og sú sem fram fór í dag í höfuðborginni Havana er sjálfsagt ein af þeim glæsilegri. Þar mátti sjá vígbúnað af ýmsu tagi og meira að segja var snekkjunni "Ömmu" brugðið upp á land en á henni sigldu Castro og félagar hans frá Mexíkó til Kúbu fyrir nákvæmlega hálfri öld til að hefja byltinguna fyrir alvöru. Öll þessi viðhöfn dugði hins vegar ekki til að breiða yfir þá staðreynd að sjálfan Fidel Castro var hvergi að sjá. Það var sjálfsagt hvað mest áberandi í ávörpum dagsins því í stað nokkurra klukkustunda langrar þrumuræðu frá leiðtoganum fengu viðstaddir aðeins að heyra kurteisleg heilræði Rauls, yngri bróður hans, til nágrannanna í Bandaríkjunum. Fidel Castro hefur ekki komið fram opinberlega frá því að hann veiktist í sumar, en hann sást síðast í fjölmiðlum þegar hann tók á móti vini sínum Hugo Chavez, forseta Venesúela, í september. Litlar sem engar skýringar hafa fengist á hvað ami nákvæmlega að honum en bandaríska leyniþjónustan segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé með krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Öllum hátíðarhöldum vegna afmælisins var því frestað þar til nú og var litið á veisluna nú sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð. Á meðal þeirra sem mættu til afmælisins voru forsetar Bólivíu og Níkaragva. Hugo Chavez var hins vegar fjarri góðu gamni en forsetakosningar fara fram í Venesúela á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Það verður seint sagt um Kúbverja að þeir geti ekki haldið almennilegar hersýningar og sú sem fram fór í dag í höfuðborginni Havana er sjálfsagt ein af þeim glæsilegri. Þar mátti sjá vígbúnað af ýmsu tagi og meira að segja var snekkjunni "Ömmu" brugðið upp á land en á henni sigldu Castro og félagar hans frá Mexíkó til Kúbu fyrir nákvæmlega hálfri öld til að hefja byltinguna fyrir alvöru. Öll þessi viðhöfn dugði hins vegar ekki til að breiða yfir þá staðreynd að sjálfan Fidel Castro var hvergi að sjá. Það var sjálfsagt hvað mest áberandi í ávörpum dagsins því í stað nokkurra klukkustunda langrar þrumuræðu frá leiðtoganum fengu viðstaddir aðeins að heyra kurteisleg heilræði Rauls, yngri bróður hans, til nágrannanna í Bandaríkjunum. Fidel Castro hefur ekki komið fram opinberlega frá því að hann veiktist í sumar, en hann sást síðast í fjölmiðlum þegar hann tók á móti vini sínum Hugo Chavez, forseta Venesúela, í september. Litlar sem engar skýringar hafa fengist á hvað ami nákvæmlega að honum en bandaríska leyniþjónustan segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé með krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Öllum hátíðarhöldum vegna afmælisins var því frestað þar til nú og var litið á veisluna nú sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð. Á meðal þeirra sem mættu til afmælisins voru forsetar Bólivíu og Níkaragva. Hugo Chavez var hins vegar fjarri góðu gamni en forsetakosningar fara fram í Venesúela á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira