Drukkinn ökumaður var færður í handjárn, nótt eftir að lögreglunni í Keflavík tókst loks að stöðva ofsaakstur hans á Reykjanesbraut. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók á yfir 140 kílómetra hraða á flóttanum.
Fjórum lögreglubifreiðum tókst loks að króa hann af á Aðalgötu í Keflavík skammt ofan við Iðavelli. Maðurinn tók afskiptum lögreglunnar svo illa að hann var handjárnaður og fluttur á lögreglustöðina í Keflavík, þar sem tekið var af honum blóðsýni. Skýrslutaka bíður þess hinsvegar að renni af honum.