Klukkan 17:13 í dag fékk slökkvilið Reykjavíkur tilkynningu um að 50 lítrar af ammóníum hefðu lekið úr frystitæki í fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði. Starfsmenn tóku eftir þess og létu vita og fóru efnakafarar frá slökkviliðinu í Hafnarfirði og lokuðu fyrir lekann. Engin hætta var á ferðum og engin slys urðu á fólki. Slökkviliðið lauk við að hreinsa efnið um átta í kvöld.
Efnið er í vökvaformi undir þrýstingi en verður að gastegund þegar það kemst í andrúmmsloftið og lyktar illa. En ef lyktin finnst er efnið hinsvegar ekki hættulegt.
Í Grýtubakka í neðra Breiðholti var kveikt í dagblöðum í póstkassa og lagði reyk um stigagang. Blöðin voru fjarlægð og þrífa þarf stigaganginn en tjónið er talið óverulegt. Nokkur útköll hafa þó verið af þessu tagi undanfarið.