Ólund í Frjálslyndum 1. desember 2006 18:48 Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum. Það hriktir í stoðum Frjálslyndra á sama tíma og fylgiskannanir spá flokknum yfir ellefu prósenta fylgi. Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslyndra - og verðandi þingmannsefni - var í gærkvöld sagt upp störfum. Margrét segir að uppsögnina megi rekja til gagnrýni hennar á "rasísk" ummæli Jóns Magnússonar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins furðar sig á ummælum Margrétar. Þingflokkurinn hafi talið að starfsmaður hans yrði að geta starfað óskiptur fyrir þingflokkinn og ljóst væri að Margrét yrði á fullu í kosningabaráttu í vor. Fráleitt væri að tengja uppsögnina við ummæli Jóns Magnússonar. Vísar Guðjón því á bug að Frjálslyndir séu að sækja fylgisaukningu á grundvelli kynþáttafordóma þó að þeir hafi markað sér skýra stefnu í málefnum innflytjenda. Vandamálin í þeim málaflokki séu einnig að koma bersýnilega í ljós meðal annars í húsnæðismálum. Stefna flokksins í þessum málum hafi legið skýr fyrir í vor. Fróðlegt er að skoða brottvikningu Margrétar í ljósi ummæla Sverris föður hennar, og guðföður Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils fyrir viku. Þar sem hann gagnrýndi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann flokksins og Guðjón Arnar fyrir að skjóta pólitísku skjólshúsi yfir Jón Magnússon, sem hann kallaði "pólitískan umrenning". Telur Guðjón Arnar að þetta séu kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins og á erfitt með að skilja hvað búi að bakil. Aðspurður um hvort flokkurinn sé klofinn segir hann að aðrir verði að svara því. Margrét svaraði aðspurð á sömu lund í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum. Það hriktir í stoðum Frjálslyndra á sama tíma og fylgiskannanir spá flokknum yfir ellefu prósenta fylgi. Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslyndra - og verðandi þingmannsefni - var í gærkvöld sagt upp störfum. Margrét segir að uppsögnina megi rekja til gagnrýni hennar á "rasísk" ummæli Jóns Magnússonar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins furðar sig á ummælum Margrétar. Þingflokkurinn hafi talið að starfsmaður hans yrði að geta starfað óskiptur fyrir þingflokkinn og ljóst væri að Margrét yrði á fullu í kosningabaráttu í vor. Fráleitt væri að tengja uppsögnina við ummæli Jóns Magnússonar. Vísar Guðjón því á bug að Frjálslyndir séu að sækja fylgisaukningu á grundvelli kynþáttafordóma þó að þeir hafi markað sér skýra stefnu í málefnum innflytjenda. Vandamálin í þeim málaflokki séu einnig að koma bersýnilega í ljós meðal annars í húsnæðismálum. Stefna flokksins í þessum málum hafi legið skýr fyrir í vor. Fróðlegt er að skoða brottvikningu Margrétar í ljósi ummæla Sverris föður hennar, og guðföður Frjálslynda flokksins, í Silfri Egils fyrir viku. Þar sem hann gagnrýndi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann flokksins og Guðjón Arnar fyrir að skjóta pólitísku skjólshúsi yfir Jón Magnússon, sem hann kallaði "pólitískan umrenning". Telur Guðjón Arnar að þetta séu kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins og á erfitt með að skilja hvað búi að bakil. Aðspurður um hvort flokkurinn sé klofinn segir hann að aðrir verði að svara því. Margrét svaraði aðspurð á sömu lund í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira