George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudaginn halda fund með einum helsta leiðtoga síta múslima í Írak, Abdul Aziz al-Hakim. Munu viðræðurnar fara fram í Hvíta húsinu í Washington. Mikil spenna og átök hafa verið undanfarið á milli súnní og síta múslima í Írak og er þetta liður í átaki Bush varðandi ástandið í Írak.
Bush hefur verið á miklu ferðalagið um Mið-Austurlönd til þess að reyna að bæta ástandið í Írak og hefur fundað með Abdullah, konungi í Jórdaníu, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, undanfarið.
Condoleezza Rice og Dick Cheney hafa einnig verið á ferðalagi á svæðinu og hafa þau þrjú átt fundi með nær öllum þjóðarleiðtogum á svæðinu nema forseta Írans, Mahmoud Ahmadinejad.