Smíða á nýtt 4000 tonna varðskip 1. desember 2006 12:31 Tölvugerð mynd af skipinu sem til stendur að smíða. MYND/Dómsmálaráðuneytið Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ljúka samningum um smíði á nýju varðskipi. Skipið verður smíðað í Chile í Suður-Ameríku og er stefnt á að það komi hingað til lands um mitt árið 2009. Skipið verður um fjögur þúsund tonn og verður því mun stærra en Týr og Ægir, varðskipin sem Landhelgisgæslan á fyrir. Varðskipið verður 93 m. langt og 16 m. breitt og togkraftur þess verður um 100 tonn sem gerir því kleift að draga stór flutningaskip. Skipið verður með tvær aðalskrúfur og tvær aðalvélar. Auk þess verða tvær hliðarskrúfur að framan, ein hliðarskrúfa að aftan og snúanleg framdrifsskrúfa (Azimuth skrúfa). Stjórnhæfni skipsins verður því mjög góð.Kostnaður tæpir 3 miljarðar krónaNýja varðskiptið verður 4000 tonn og verður tilbúið 2009MYND/DómsmálaráðuneytiðSkipið verður 4.000 brúttótonn og hámarkshraði þess verður um 19,5 sjómílur. Hámarksrafmagnsframleiðsla verður 5.400 kW og meðal annars verður hægt að gefa 2 MW straum í land ef þörf krefst. 0Hönnun skipsins er unnin af Rolls Royce í Noregi. Aðalvélar, gírar, skrúfubúnaður, snúanleg framdrifsskrúfa, dráttar- og akkerisvindur svo og allur stjórnbúnaður eru frá Rolls Royce í Noregi.Kostnaður við nýja varðskipið er áætlaður 2,9 milljarðar króna. Sjá nánar: Teikningar af nýju varðskipi á vef dómsmálaráðuneytisins (PDF-skjal) Ríkisstjórn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ljúka samningum um smíði á nýju varðskipi. Skipið verður smíðað í Chile í Suður-Ameríku og er stefnt á að það komi hingað til lands um mitt árið 2009. Skipið verður um fjögur þúsund tonn og verður því mun stærra en Týr og Ægir, varðskipin sem Landhelgisgæslan á fyrir. Varðskipið verður 93 m. langt og 16 m. breitt og togkraftur þess verður um 100 tonn sem gerir því kleift að draga stór flutningaskip. Skipið verður með tvær aðalskrúfur og tvær aðalvélar. Auk þess verða tvær hliðarskrúfur að framan, ein hliðarskrúfa að aftan og snúanleg framdrifsskrúfa (Azimuth skrúfa). Stjórnhæfni skipsins verður því mjög góð.Kostnaður tæpir 3 miljarðar krónaNýja varðskiptið verður 4000 tonn og verður tilbúið 2009MYND/DómsmálaráðuneytiðSkipið verður 4.000 brúttótonn og hámarkshraði þess verður um 19,5 sjómílur. Hámarksrafmagnsframleiðsla verður 5.400 kW og meðal annars verður hægt að gefa 2 MW straum í land ef þörf krefst. 0Hönnun skipsins er unnin af Rolls Royce í Noregi. Aðalvélar, gírar, skrúfubúnaður, snúanleg framdrifsskrúfa, dráttar- og akkerisvindur svo og allur stjórnbúnaður eru frá Rolls Royce í Noregi.Kostnaður við nýja varðskipið er áætlaður 2,9 milljarðar króna. Sjá nánar: Teikningar af nýju varðskipi á vef dómsmálaráðuneytisins (PDF-skjal)
Ríkisstjórn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira