Væntanlegur forseti Mexíkó, Felipe Calderon, verður vígður í embættið á morgun og ætlar sér að halda athöfnina í þinghúsinu eins og stjórnarskráin mælir fyrir. Það gæti hins vegar verið vandkvæðum bundið þar sem stjórnarandstöðuþingmenn sem þar sitja hafa tekið yfir hluta af þinghúsinu. Urður meðal annars slagsmál á milli þingmanna sem styðja Calderon og þeirra sem styðja Obrador, þann sem tapaði, í vikunni sem leið.
Forsetakosningarnar í Mexíkó réðust með minna en einu prósenti og hafa margir andstæðingar Calderons sakað hann um svindl en Calderon neitar því statt og stöðugt. Meðal annars munu forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, og krónprins Spánar, Felipe, sækja athöfnina en hún mun fara fram klukkan hálffjögur á morgun að íslenskum tíma.