
Fótbolti
Enn eitt áfallið fyrir Valencia

Spænska stórliðið Valencia varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar úrugvæski landsliðsmaðurinn Mario Regueiro meiddist á hné á æfingu og verður frá keppni í 6-7 mánuði. Meiðslin eru nákvæmlega þau sömu og félagi hans Edu lenti í fyrir aðeins tveimur vikum, en nú eru 8 af fastamönnum liðsins á sjúkralista.