Al Kæda vængurinn í Írak hefur fordæmt heimsókn Benedikts páfa til Tyrklands og segir að hún sé hluti af krossferð til þess að skilja Tyrkland frá heimi múslima.
Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að heimsóknin sé framlenging á misheppnuðum krossferðum kristinna manna. Tilgangurinn sé að slökkva loga Islams meðal múslimabræðranna í Tyrklandi, og þurrka út islamska arfleifð þeirra.
Benedikt páfa hefur yfirleitt verið hlýlega tekið, í Tyrklandi, en þó hafa mótmælendur víða safnast saman til þess að lýsa vanþóknun sinni á heimsókn hans.