Þrettán af 112 herdeildum íraska hersins geta nú barist óstuddar við uppreisnarmenn þar í landi. Þetta kom fram í ræðu sem breskur ráðherra hélt í dag. Hann sagði ennfremur að 78 herdeildir þyrftu lágmarksstuðning en þær sem eftir væru væru enn í þjálfun. Ein írösk herdeild hefur um 500 hermenn.
Fyrir ári síðan var aðeins ein herdeild talin tilbúin til þess að takast á við uppreisnarmenn ein síns liðs og þrettán gátu það með lágmarksstuðningi.
Tony Blair sagði í dag að breskar hersveitir myndu verða áfram í Írak þó svo að áætluð valdaskipti á næsta ári myndu ganga eftir en alls eru um 7.200 breskir hermenn í suðurhluta Íraks í dag og hafa Bretar nú þegar látið írökum eftir stjórn tveggja af þeim fjórum héruðum sem Bretar fengu í sinn hlut að gæta eftir innrás Bandaríkjamanna árið 2003.