OECD spáir hækkun stýrivaxta og 20% viðskiptahalla á árinu 28. nóvember 2006 11:49 Davíð Oddsson, seðlabanakstjóri, að tilkynna vaxtahækkun í haust. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi. Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi.
Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira