Sakfellingar vegna fíkniefnabrota ellefufaldast á tólf árum 28. nóvember 2006 10:52 Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.Brotin ná yfir þann tíma sem héraðsdómstólar landsins hafa starfað í núverandi mynd en samkvæmt lögum sem samþykkt voru 1. júlí 1992 var skilið á milli dómsvalds og umboðsvalds í héraði og átta héraðsdómstólum komið á fót.Fram kemur í tölum Hagstofunnar að langalgengustu brotin sem sakfellt er fyrir séu umferðarlagabrot og á það við um allt tímabilið. Sakfellingum vegna umferðarlagabrota fjölgaði úr 770 árið 1993 í 1.176 árið 2005 eða um 52 prósent. Sakfellingum vegna auðgunarbrota, sem eru meðal annars rán, fjárdráttur, fjársvik og þjófnaðir, fjölgaði úr 367 í 479 eða um þrjátíu prósent á tímabilinu, en ef aðeins er litið til þjófnaða fjölgaði þeim um nærri helming á árunum 1993-2005.Svipaða sögu er að segja af brotaflokknum manndráp og og líkamsmeiðingar en þar hefur sakfellingum fjölgað um 30 prósent og má rekja fjölgunina í brotaflokknum fyrst og fremst til fleiri sakfellinga vegna minni háttar líkamsmeiðinga. Sakfellingum vegna brota sem varða fjárréttindi, en þar undir heyra eignaspjöll og nytjastuldur eins og bílþjófnaður, fækkar hins vegar á tímabilinu um tæp tíu prósent.Mest fjölgun sakfellinga hefur hins vegar orðið í fíkniefnabrotum en þar hefur sakfellingum fjölgað úr 53 í 603 eða um rúmlega ellefufalt. Skiptir þá engu til hvað héraðsdómstóls er horft, alls staðar hefur orðið mikil fjölgun sakfellinga vegna fíkniefnamála.Bent er á í skýrslu Hagstofunnar að taka verði mið af þróun íbúafjölda í landinu á árunum 1993-2005 en á þeim tíma fjölgaði landsmönnum um þrettán prósent, úr tæplega 265 þúsund í 299 þúsund. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.Brotin ná yfir þann tíma sem héraðsdómstólar landsins hafa starfað í núverandi mynd en samkvæmt lögum sem samþykkt voru 1. júlí 1992 var skilið á milli dómsvalds og umboðsvalds í héraði og átta héraðsdómstólum komið á fót.Fram kemur í tölum Hagstofunnar að langalgengustu brotin sem sakfellt er fyrir séu umferðarlagabrot og á það við um allt tímabilið. Sakfellingum vegna umferðarlagabrota fjölgaði úr 770 árið 1993 í 1.176 árið 2005 eða um 52 prósent. Sakfellingum vegna auðgunarbrota, sem eru meðal annars rán, fjárdráttur, fjársvik og þjófnaðir, fjölgaði úr 367 í 479 eða um þrjátíu prósent á tímabilinu, en ef aðeins er litið til þjófnaða fjölgaði þeim um nærri helming á árunum 1993-2005.Svipaða sögu er að segja af brotaflokknum manndráp og og líkamsmeiðingar en þar hefur sakfellingum fjölgað um 30 prósent og má rekja fjölgunina í brotaflokknum fyrst og fremst til fleiri sakfellinga vegna minni háttar líkamsmeiðinga. Sakfellingum vegna brota sem varða fjárréttindi, en þar undir heyra eignaspjöll og nytjastuldur eins og bílþjófnaður, fækkar hins vegar á tímabilinu um tæp tíu prósent.Mest fjölgun sakfellinga hefur hins vegar orðið í fíkniefnabrotum en þar hefur sakfellingum fjölgað úr 53 í 603 eða um rúmlega ellefufalt. Skiptir þá engu til hvað héraðsdómstóls er horft, alls staðar hefur orðið mikil fjölgun sakfellinga vegna fíkniefnamála.Bent er á í skýrslu Hagstofunnar að taka verði mið af þróun íbúafjölda í landinu á árunum 1993-2005 en á þeim tíma fjölgaði landsmönnum um þrettán prósent, úr tæplega 265 þúsund í 299 þúsund.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira