Baskaliðið Atletic Bilbao rak í dag þjálfarann Felix Sarriugarte eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir Sevilla í spænsku deildinni í gær, en liðið datt niður á fallsvæðið í deildinni í kjölfarið. Bilbao hefur aldrei fallið úr efstu deild í sögu félagsins, en liðið slapp naumlega við fall á síðustu leiktíð og er sömuleiðis í vandræðum nú.