Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms 27. nóvember 2006 16:18 MYND/E.Ól Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Atvikið átti sér stað í júlí í fyrra en þá bauð maðurinn stúlkuni inn til sín og sýndi henni klámmyndirnar. Faðir stúlkunnar kærði athæfið og í kjölfarið var gerð húsleit hjá manninum og tölva hans gerð upptæk. Þar fundust fimm ljósmyndir og 21 hreyfimynd og við rannsókn á harða diski tölvunnar fundust 35 barnaklámsljósmyndir til viðbótar sem maðurin hafði afmáð. Fyrir dómi bar hann að stúlkan hefði fyrir mistök séð klámmyndirnar og þá sagðist hann hafa ætlað að ná sér í léttblátt efni og erótískt á Netinu. Dómurinn segir stúlkuna hafa verið staðfasta í framburði sínum en framburður mannsins þótti um margt mótsagnarkenndur. Er meðal annars bent á að fullyrðingar mannsins um að hann hafi verið að leita að léttbláu efni á Netinu veki furðu því nánast ekkert slíkt efni hafi fundist á tölvu hans heldur nær eingöngu barnaklám. Þótti dómnum því sekt hans sönnuð og var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 200 þúsund króna sektar í ríkissjóð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Atvikið átti sér stað í júlí í fyrra en þá bauð maðurinn stúlkuni inn til sín og sýndi henni klámmyndirnar. Faðir stúlkunnar kærði athæfið og í kjölfarið var gerð húsleit hjá manninum og tölva hans gerð upptæk. Þar fundust fimm ljósmyndir og 21 hreyfimynd og við rannsókn á harða diski tölvunnar fundust 35 barnaklámsljósmyndir til viðbótar sem maðurin hafði afmáð. Fyrir dómi bar hann að stúlkan hefði fyrir mistök séð klámmyndirnar og þá sagðist hann hafa ætlað að ná sér í léttblátt efni og erótískt á Netinu. Dómurinn segir stúlkuna hafa verið staðfasta í framburði sínum en framburður mannsins þótti um margt mótsagnarkenndur. Er meðal annars bent á að fullyrðingar mannsins um að hann hafi verið að leita að léttbláu efni á Netinu veki furðu því nánast ekkert slíkt efni hafi fundist á tölvu hans heldur nær eingöngu barnaklám. Þótti dómnum því sekt hans sönnuð og var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 200 þúsund króna sektar í ríkissjóð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira