Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms 27. nóvember 2006 16:18 MYND/E.Ól Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Atvikið átti sér stað í júlí í fyrra en þá bauð maðurinn stúlkuni inn til sín og sýndi henni klámmyndirnar. Faðir stúlkunnar kærði athæfið og í kjölfarið var gerð húsleit hjá manninum og tölva hans gerð upptæk. Þar fundust fimm ljósmyndir og 21 hreyfimynd og við rannsókn á harða diski tölvunnar fundust 35 barnaklámsljósmyndir til viðbótar sem maðurin hafði afmáð. Fyrir dómi bar hann að stúlkan hefði fyrir mistök séð klámmyndirnar og þá sagðist hann hafa ætlað að ná sér í léttblátt efni og erótískt á Netinu. Dómurinn segir stúlkuna hafa verið staðfasta í framburði sínum en framburður mannsins þótti um margt mótsagnarkenndur. Er meðal annars bent á að fullyrðingar mannsins um að hann hafi verið að leita að léttbláu efni á Netinu veki furðu því nánast ekkert slíkt efni hafi fundist á tölvu hans heldur nær eingöngu barnaklám. Þótti dómnum því sekt hans sönnuð og var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 200 þúsund króna sektar í ríkissjóð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Atvikið átti sér stað í júlí í fyrra en þá bauð maðurinn stúlkuni inn til sín og sýndi henni klámmyndirnar. Faðir stúlkunnar kærði athæfið og í kjölfarið var gerð húsleit hjá manninum og tölva hans gerð upptæk. Þar fundust fimm ljósmyndir og 21 hreyfimynd og við rannsókn á harða diski tölvunnar fundust 35 barnaklámsljósmyndir til viðbótar sem maðurin hafði afmáð. Fyrir dómi bar hann að stúlkan hefði fyrir mistök séð klámmyndirnar og þá sagðist hann hafa ætlað að ná sér í léttblátt efni og erótískt á Netinu. Dómurinn segir stúlkuna hafa verið staðfasta í framburði sínum en framburður mannsins þótti um margt mótsagnarkenndur. Er meðal annars bent á að fullyrðingar mannsins um að hann hafi verið að leita að léttbláu efni á Netinu veki furðu því nánast ekkert slíkt efni hafi fundist á tölvu hans heldur nær eingöngu barnaklám. Þótti dómnum því sekt hans sönnuð og var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 200 þúsund króna sektar í ríkissjóð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira