Samtök hernaðarandstæðinga: Nýtt nafn, sama andstaðan 27. nóvember 2006 13:01 Stefán Pálsson, endurkjörin formaður SHA Nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga var breytt á landsfundi þeirra í gær. Nýja heitið er Samtök hernaðarandstæðinga. Með þessari nafnbreytingu segjast samtökin hnykkja ekki aðeins á þeim gleðilega áfanga sem náðist með lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði í haust, heldur minna á að verkefnin eru eftir sem áður óþrjótandi, eins og segir í tilkyningu um landsfundinn. Samtökin segjast ætla að berjast gegn vígvæðingu um heim allan,hernaðarbandalögum og stríðsrekstri. Í ályktun segjast samttökin fagna uppgjöri forystu Framsóknarflokksins við Íraksstríðið og skora á Sjálfstæðisflokkinn að gera nú einnig hreint fyrir sínum dyrum, og viðurkenna að rangar ákvarðanir voru teknar á röngum forsendum og á rangan hátt í þessu máli. Samtökin skora líka á ríkisstjórn Íslands að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar séu ekki lengur á lista Bandaríkjanna yfir hínar viljugu þjóðir og hefðu aldrei átt að vera þar. Í ályktun landsfundar um hernaðarsamstarf við Norðmenn, segir svo "Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður" við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands" hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum." Í ályktun SHA um varnarsamstarfið við Bandaríkin segjast þau vilja minna á hið sjálfsagða baráttumál sitt, Ísland úr NATO og hvetja alla stjórnmálaflokka til þess að gera uppsögn hins nýja samkomulags að grundvelli utanríkisstefnu sinnar fyrir alþingiskosningar 2007. Stefán Pálsson, var endurkjörinn formaður SHA. Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga var breytt á landsfundi þeirra í gær. Nýja heitið er Samtök hernaðarandstæðinga. Með þessari nafnbreytingu segjast samtökin hnykkja ekki aðeins á þeim gleðilega áfanga sem náðist með lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði í haust, heldur minna á að verkefnin eru eftir sem áður óþrjótandi, eins og segir í tilkyningu um landsfundinn. Samtökin segjast ætla að berjast gegn vígvæðingu um heim allan,hernaðarbandalögum og stríðsrekstri. Í ályktun segjast samttökin fagna uppgjöri forystu Framsóknarflokksins við Íraksstríðið og skora á Sjálfstæðisflokkinn að gera nú einnig hreint fyrir sínum dyrum, og viðurkenna að rangar ákvarðanir voru teknar á röngum forsendum og á rangan hátt í þessu máli. Samtökin skora líka á ríkisstjórn Íslands að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar séu ekki lengur á lista Bandaríkjanna yfir hínar viljugu þjóðir og hefðu aldrei átt að vera þar. Í ályktun landsfundar um hernaðarsamstarf við Norðmenn, segir svo "Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður" við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands" hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum." Í ályktun SHA um varnarsamstarfið við Bandaríkin segjast þau vilja minna á hið sjálfsagða baráttumál sitt, Ísland úr NATO og hvetja alla stjórnmálaflokka til þess að gera uppsögn hins nýja samkomulags að grundvelli utanríkisstefnu sinnar fyrir alþingiskosningar 2007. Stefán Pálsson, var endurkjörinn formaður SHA.
Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira