Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin 27. nóvember 2006 12:45 Áttatíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í Reykjavík eru af erlendu bergi brotnir. MYND/Gunnar Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, gerði erlent vinnuafl í fiskvinnslu að umtalsefni í ræðu sinni á þingi Sjómannasambands Íslands í síðustu viku. Hann sagði sjávarútveg njóta góðs af starfskröftum útlendinga. Stórauka þyrfti hins vegar íslenskukennslu fyrir þennan hóp og er hann sannfærður um að starfstengd íslenskukennsla fyrir erlent fiskvinnslufólk verði til bóta fyrir fiskvinnslu í landinu og byggðarlögin í heild sinni. Erlendu starfsfólki sem starfar í fiskvinnslu hér á landi hefur fjölgað á síðustu árum. Í úttekt sem fréttastofan gerði hjá tuttugu og þremur stærstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins kemur í ljós að fjörtíu og eitt prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi eru af erlendu bergi brotnir. Hluti þeirra hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið búsettur hér um árabil. Þvert á það sem margir telja þá er hlutfallið ekki hæst úti á landi heldur í höfuðborginni sjálfri þar sem það er 80%. Hjá Toppfiski í Reykjavík eru 90% starfsmanna í fiskvinnslu af erlendu bergi brotnir og í vinnslu HB-Granda í Reykjavík er hlutfallið 74%. Næst hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem það er tæplega 60% Lægst er það á Suðurlandi en þar er það 18% og sú fiskvinnsla sem hefur lægst hlutfall erlendra starfsmanna er fiskvinnsla HB Granda á Vopnafirði en þar er hlutfallið 2%. Stjórnendur fyrirtækjanna segjast finna mikinn mun á síðustu árum. Hjá fiskvinnslu einni á Norðurlandi voru erlendir starfsmenn tveir fyrir tveimur árum en eru nú 45. Breyting hefur ekki aðeins verið í fiskvinnslu í landi. Hjá útgerðarfyrirtækjum fengust þær upplýsingar að erlendu starfsfólki á skipunum hafi einnig fjölgað og hefur aukningin á sumum stöðum verið allt að 50%. Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, gerði erlent vinnuafl í fiskvinnslu að umtalsefni í ræðu sinni á þingi Sjómannasambands Íslands í síðustu viku. Hann sagði sjávarútveg njóta góðs af starfskröftum útlendinga. Stórauka þyrfti hins vegar íslenskukennslu fyrir þennan hóp og er hann sannfærður um að starfstengd íslenskukennsla fyrir erlent fiskvinnslufólk verði til bóta fyrir fiskvinnslu í landinu og byggðarlögin í heild sinni. Erlendu starfsfólki sem starfar í fiskvinnslu hér á landi hefur fjölgað á síðustu árum. Í úttekt sem fréttastofan gerði hjá tuttugu og þremur stærstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins kemur í ljós að fjörtíu og eitt prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi eru af erlendu bergi brotnir. Hluti þeirra hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið búsettur hér um árabil. Þvert á það sem margir telja þá er hlutfallið ekki hæst úti á landi heldur í höfuðborginni sjálfri þar sem það er 80%. Hjá Toppfiski í Reykjavík eru 90% starfsmanna í fiskvinnslu af erlendu bergi brotnir og í vinnslu HB-Granda í Reykjavík er hlutfallið 74%. Næst hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem það er tæplega 60% Lægst er það á Suðurlandi en þar er það 18% og sú fiskvinnsla sem hefur lægst hlutfall erlendra starfsmanna er fiskvinnsla HB Granda á Vopnafirði en þar er hlutfallið 2%. Stjórnendur fyrirtækjanna segjast finna mikinn mun á síðustu árum. Hjá fiskvinnslu einni á Norðurlandi voru erlendir starfsmenn tveir fyrir tveimur árum en eru nú 45. Breyting hefur ekki aðeins verið í fiskvinnslu í landi. Hjá útgerðarfyrirtækjum fengust þær upplýsingar að erlendu starfsfólki á skipunum hafi einnig fjölgað og hefur aukningin á sumum stöðum verið allt að 50%.
Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira