Áhöfn á varðskipi Landhelgisgæslunnar fann lík af kajakræðara, sem saknað var í gærkvöldi. Þegar maðurinn, sem var á fimmtugsaldri, kom ekki heim á tilsettum tíma voru björgunarsveitir kallaðar út og fannst bíll hans við norðanverðan Hvalfjörð. Varðskip, sem fyrir tilviljun var statt við mynni fjarðarins, var þá kallað til og þyrla sett í viðbragðsstöðu. Björgunarsveitarmenn voru einnig byrjaðir leit á sjó, þegar líkið fannst, og kajakinn skammt frá.
Fundu lík af kajakræðara
