Reyndi að koma syni sínum ólöglega úr landi 23. nóvember 2006 21:36 Maðurinn reyndi að komast til Danmerkur með flugi Iceland Express frá Akureyri. MYND/Kristján Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Foreldrar barnsins eru frá höfuðborgarsvæðinu en samband þeirra endaði með skilnaði. Heimildir fréttastofu herma að í fyrstu hafi foreldrarnir skipt forræði en síðar orðið átök og heimildir föðurins til umgengni skertar í kjölfarið. Síðastliðinn laugardag fékk faðirinn að hitta son sinn, sem er aðeins nokkurra mánaða gamall, í kirkju í Reykjavík. Hann hafði samkvæmt úrskurði aðeins eina klukkustund til umráða með syninum en tókst að stinga af með barnið. Eftir að maðurinn stakk af með son sinn voru lögregluyfirvöld meðal annars hérna á Akureyri látin vita, enda talið mögulegt að maðurinn myndi reyna að komast úr landi. Það var svo í morgun að fregnir bárust af því að maðurinn hefði keypt miða með Iceland Express og þá var brugðist við því. Flugvél Iceland Express fór til Kaupmannahafnar eldsnemma í morgun. Þegar maðurinn hafði keypt miðana og var á leið í gegnum vopnaleitina með son sinn létu lögreglumenn til skarar skríða. Þar sem barnið er mjög ungt hafði lögreglan mikla aðgæslu við handtöku mannsins en hún fór fram að lokinn vopnaleit. Barninu heilsast vel og maðurinn sýndi engan mótþróa við handtökuna. Hjónin voru búsett í Danmörku en konan er nú flutt heim til Reykjavíkur. Hæstiréttur hefur úrskurðað móðurinni í hag en lögregla segir að fyrst og fremst sé um forræðisdeilu að ræða. Barnayfirvöld flugu ásamt móður drengsins norður til Akureyrar eftir handtökuna og hefur móðirin fengið barnið í sínar hendur. Föðurnum hefur verið sleppt úr haldi. Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Foreldrar barnsins eru frá höfuðborgarsvæðinu en samband þeirra endaði með skilnaði. Heimildir fréttastofu herma að í fyrstu hafi foreldrarnir skipt forræði en síðar orðið átök og heimildir föðurins til umgengni skertar í kjölfarið. Síðastliðinn laugardag fékk faðirinn að hitta son sinn, sem er aðeins nokkurra mánaða gamall, í kirkju í Reykjavík. Hann hafði samkvæmt úrskurði aðeins eina klukkustund til umráða með syninum en tókst að stinga af með barnið. Eftir að maðurinn stakk af með son sinn voru lögregluyfirvöld meðal annars hérna á Akureyri látin vita, enda talið mögulegt að maðurinn myndi reyna að komast úr landi. Það var svo í morgun að fregnir bárust af því að maðurinn hefði keypt miða með Iceland Express og þá var brugðist við því. Flugvél Iceland Express fór til Kaupmannahafnar eldsnemma í morgun. Þegar maðurinn hafði keypt miðana og var á leið í gegnum vopnaleitina með son sinn létu lögreglumenn til skarar skríða. Þar sem barnið er mjög ungt hafði lögreglan mikla aðgæslu við handtöku mannsins en hún fór fram að lokinn vopnaleit. Barninu heilsast vel og maðurinn sýndi engan mótþróa við handtökuna. Hjónin voru búsett í Danmörku en konan er nú flutt heim til Reykjavíkur. Hæstiréttur hefur úrskurðað móðurinni í hag en lögregla segir að fyrst og fremst sé um forræðisdeilu að ræða. Barnayfirvöld flugu ásamt móður drengsins norður til Akureyrar eftir handtökuna og hefur móðirin fengið barnið í sínar hendur. Föðurnum hefur verið sleppt úr haldi.
Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira