Mannskæðasta árásin hingað til 23. nóvember 2006 18:45 Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hryðjuverkin sem framin voru í Bagdad í dag sýna að varla er hægt að kalla vargöldina í landinu neitt annað en borgarastyrjöld. Sex bifreiðum, sem hver hafði verið hlaðin mörg hundruð kílóum af sprengiefni, var lagt við fjölfarið markaðstorg í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar og þær svo sprengdar í loft upp. Öngþveiti og skelfing greip um sig í kjölfarið og þegar fólkið lagði á flótta var sprengjum látið rigna yfir það. Vel á annað hundrað manns liggur í valnum og búist er við að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem margir eru alvarlega særðir. Í Sadr-hverfinu búa fátækir sjíar og því er líklegast að öfgamenn úr röðum súnnía hafi staðið á bak við tilræðið. Þeir eru einnig taldir bera ábyrgð á umsátri um heilbrigðisráðuneyti landsins fyrr í dag en því er stýrt af fylgismönnum sjíaklerksins herskáa Muqtada al-Sadr. Sprengjum af ýmsum stærðum og gerðum var skotið þangað inn en enginn beið þó bana. Bandarískar hersveitir ráku umsátursmennina síðan á brott. Árásin í dag er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í Írak frá innrás Bandaríkjamanna fyrir þremur og hálfu ári og eins og sjá má á umsátrinu um ráðuneytið virðist algert stjórnleysi ríkja þar. Aldrei hafa jafn margir látið lífið í einum mánuði í landinu og í október síðastliðnum og milljónir Íraka hafa flúið heimili sín vegna vargaldarinnar. Þótt erlenda setuliðið sé ennþá skotmark uppreisnarmanna þá er þróunin engu að síður sú að Írakar beina spjótum sínum í æ ríkari mæli hverjir að öðrum án þess að nokkur fái neitt við ráðið. Erlent Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hryðjuverkin sem framin voru í Bagdad í dag sýna að varla er hægt að kalla vargöldina í landinu neitt annað en borgarastyrjöld. Sex bifreiðum, sem hver hafði verið hlaðin mörg hundruð kílóum af sprengiefni, var lagt við fjölfarið markaðstorg í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar og þær svo sprengdar í loft upp. Öngþveiti og skelfing greip um sig í kjölfarið og þegar fólkið lagði á flótta var sprengjum látið rigna yfir það. Vel á annað hundrað manns liggur í valnum og búist er við að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem margir eru alvarlega særðir. Í Sadr-hverfinu búa fátækir sjíar og því er líklegast að öfgamenn úr röðum súnnía hafi staðið á bak við tilræðið. Þeir eru einnig taldir bera ábyrgð á umsátri um heilbrigðisráðuneyti landsins fyrr í dag en því er stýrt af fylgismönnum sjíaklerksins herskáa Muqtada al-Sadr. Sprengjum af ýmsum stærðum og gerðum var skotið þangað inn en enginn beið þó bana. Bandarískar hersveitir ráku umsátursmennina síðan á brott. Árásin í dag er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í Írak frá innrás Bandaríkjamanna fyrir þremur og hálfu ári og eins og sjá má á umsátrinu um ráðuneytið virðist algert stjórnleysi ríkja þar. Aldrei hafa jafn margir látið lífið í einum mánuði í landinu og í október síðastliðnum og milljónir Íraka hafa flúið heimili sín vegna vargaldarinnar. Þótt erlenda setuliðið sé ennþá skotmark uppreisnarmanna þá er þróunin engu að síður sú að Írakar beina spjótum sínum í æ ríkari mæli hverjir að öðrum án þess að nokkur fái neitt við ráðið.
Erlent Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent