Geir H. Haarde mun verða gestur í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum. Þar mun Geir meðal annars ræða um frammistöðu Árna Johnsen í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ástandið í Írak og hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á að klára áður en kjörtímabilinu lýkur.
Geir mun einnig ræða um málefni aldraðra og öryrkja, framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og möguleika á sameiningu ráðuneyta.