Vill ekki láta farga fósturvísunum 22. nóvember 2006 19:15 Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Þetta einstaka mál líkist helst ímyndaðri siðfræðiklemmu úr skólabók en eins og svo oft áður er raunveruleikinn hér lyginni líkastur. Forsaga þess er sú að árið 2001 greindist Natallie Evans með krabbamein í eggjastokkum og því varð að fjarlægja þá úr henni. Áður en það var gert létu hún og eiginmaður hennar hins vegar frjóvga nokkur egg og voru sex fósturvísar frystir. Nokkru síðar skildu þau hjónin og um leið dró eiginmaðurinn samþykki sitt til notkunar fósturvísanna til baka. Bresk lög, rétt eins og þau íslensku, krefjast þess að samþykki beggja foreldra liggi fyrir á öllum stigum meðferðarinnar, annars ber að eyða fósturvísunum. Evans taldi hins vegar brotið á mannréttindum sínum með því að taka af henni eina tækifærið hennar til að eignast börn og auk þess væri mismunun fólgin í því að ákvörðunin væri í raun algerlega í höndum fyrrverandi eiginmanns síns. Lögfræðingar hans benda aftur á móti á að óverjandi sé að gera hann að föður, og þar með framfærsluskyldan, gegn sínum vilja við þessar kringumstæður. Breskir dómstólar hafa ekki fallist á kröfur konunnar og því fór hún með það til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Niðurstaða dómsins á að liggja fyrir í byrjun næsta árs. Málið er fordæmisgefandi og því verða áhrif dómsins mikil ef niðurstaðan verður að konan fái að halda fósturvísunum frosnu. Erlent Fréttir Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Þetta einstaka mál líkist helst ímyndaðri siðfræðiklemmu úr skólabók en eins og svo oft áður er raunveruleikinn hér lyginni líkastur. Forsaga þess er sú að árið 2001 greindist Natallie Evans með krabbamein í eggjastokkum og því varð að fjarlægja þá úr henni. Áður en það var gert létu hún og eiginmaður hennar hins vegar frjóvga nokkur egg og voru sex fósturvísar frystir. Nokkru síðar skildu þau hjónin og um leið dró eiginmaðurinn samþykki sitt til notkunar fósturvísanna til baka. Bresk lög, rétt eins og þau íslensku, krefjast þess að samþykki beggja foreldra liggi fyrir á öllum stigum meðferðarinnar, annars ber að eyða fósturvísunum. Evans taldi hins vegar brotið á mannréttindum sínum með því að taka af henni eina tækifærið hennar til að eignast börn og auk þess væri mismunun fólgin í því að ákvörðunin væri í raun algerlega í höndum fyrrverandi eiginmanns síns. Lögfræðingar hans benda aftur á móti á að óverjandi sé að gera hann að föður, og þar með framfærsluskyldan, gegn sínum vilja við þessar kringumstæður. Breskir dómstólar hafa ekki fallist á kröfur konunnar og því fór hún með það til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Niðurstaða dómsins á að liggja fyrir í byrjun næsta árs. Málið er fordæmisgefandi og því verða áhrif dómsins mikil ef niðurstaðan verður að konan fái að halda fósturvísunum frosnu.
Erlent Fréttir Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira