Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund 22. nóvember 2006 14:59 MYND/Baldur Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins kynntu tillögurnar en Kjartan og Sigurður voru meðal fulltrúa sinna flokka í nefndinni, en í henni áttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi sæti. Samkvæmt tillögunum verða flokkarnir að gefa upp þá lögaðila sem styrkja þá og getur fyrirtækjasamstæða aðeins gefið 300 þúsund krónur en einstök dótturfyrirtæki ekki. Ekki þarf hins vegar að geta þess í ársreikningum flokkanna hvaða einstaklingar styrkja þá. Frambjóðendur í prófkjörum flokkanna mega samkvæmt tillögunum aðeins verja einni milljón króna í framboðið auk álags sem miðast við fjölda íbúa í kjördæminu. Þannig getur frambjóðandi í prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hæst varið 7,5 milljónum til framboðsins. Sömu reglur gilda um forsetakosningar og þá er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að frambjóðendur til forseta lýðveldisins fái styrki frá ríkinu fái þeir tíu prósenta fylgi eða meira í forsetakosningum. Enn fremur er sveitarfélögum þar sem fleiri en 500 manns búa skylt að styrkja framboð en þau ákveða sjálf upphæðina. Stjórnmálaflokkunum verður samkvæmt tillögunum skylt að skila endurkoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar en brot á þeim reglum getur varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Samstaða er meðal stjórnmálaflokkanna um tillögunar og er reiknað með því að formenn flokkanna leggi fram þingmannafrumvarp byggt á tillögunum á yfirstandandi þingi og að það verði samþykkt í vetur þannig að reglurnar gildi í þingkosningunum næsta vor. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins kynntu tillögurnar en Kjartan og Sigurður voru meðal fulltrúa sinna flokka í nefndinni, en í henni áttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi sæti. Samkvæmt tillögunum verða flokkarnir að gefa upp þá lögaðila sem styrkja þá og getur fyrirtækjasamstæða aðeins gefið 300 þúsund krónur en einstök dótturfyrirtæki ekki. Ekki þarf hins vegar að geta þess í ársreikningum flokkanna hvaða einstaklingar styrkja þá. Frambjóðendur í prófkjörum flokkanna mega samkvæmt tillögunum aðeins verja einni milljón króna í framboðið auk álags sem miðast við fjölda íbúa í kjördæminu. Þannig getur frambjóðandi í prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hæst varið 7,5 milljónum til framboðsins. Sömu reglur gilda um forsetakosningar og þá er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að frambjóðendur til forseta lýðveldisins fái styrki frá ríkinu fái þeir tíu prósenta fylgi eða meira í forsetakosningum. Enn fremur er sveitarfélögum þar sem fleiri en 500 manns búa skylt að styrkja framboð en þau ákveða sjálf upphæðina. Stjórnmálaflokkunum verður samkvæmt tillögunum skylt að skila endurkoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar en brot á þeim reglum getur varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Samstaða er meðal stjórnmálaflokkanna um tillögunar og er reiknað með því að formenn flokkanna leggi fram þingmannafrumvarp byggt á tillögunum á yfirstandandi þingi og að það verði samþykkt í vetur þannig að reglurnar gildi í þingkosningunum næsta vor.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira