Skipar starfshóp vegna stækkunar friðlands Þjórsárvera 22. nóvember 2006 12:55 Frá Þjórsárverum. MYND/E.Ól Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.Þar segir enn fremur að í skipunarbréfi nefndarinnar komi fram að framkvæmdir í nágrenni núverandi friðlands og við jaðra þess frá því að friðlýsing var ákveðin árið 1979 hafi vakið upp spurningar um æskilegar breytingar á mörkum þess. Starfshópnum sé því falið að fara yfir málefni friðlandsins, meta stöðuna og ræða við sérfræðinga og hagsmunaaðila á svæðinu og gera tillögur um stækkun friðlandsins svo og hugsanlegar breytingar á mörkum friðlandsins og einstökum atriðum friðlýsingarinnar. Þess er óskað að starfshópurinn skili tillögum til ráðherra fyrir 1. febrúar 2007.Starfshópinn skipa Árni Bragason, sem er formaður, Egill Sigurðsson, tilnefndur af Ásahreppi, Þorgils Torfi Jónsson, tilnefndur af Rangárþingi ytra og Gunnar Örn Marteinsson, tilnefndur af Skeiða- og Gnúpverjahreppi.„Þjórsárver eru meðal helstu náttúrugersema á Íslandi og hafa mikið verndargildi í alþjóðlegu samhengi. Svæðið er víðáttumesta gróðurvin miðhálendisins auk þess sem þar er að finna mestu varpstöðvar heiðargæsarinnar í heimi. Hluti Þjórsárvera hefur verið friðlýstur frá 1981 og verin hafa verið á skrá Ramsar-samþykktarinnar frá 1990, eitt þriggja slíkra svæða hér á landi. Markmið Ramsar-samþykktarinnar er að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða í heiminum, sérstaklega sem lífsvæði fyrir votlendisfugla. Umhverfisráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að stækka beri friðlandið og láta af frekari orkunýtingaráformum á svæðinu," segir á vef umhverfisráðuneytisins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.Þar segir enn fremur að í skipunarbréfi nefndarinnar komi fram að framkvæmdir í nágrenni núverandi friðlands og við jaðra þess frá því að friðlýsing var ákveðin árið 1979 hafi vakið upp spurningar um æskilegar breytingar á mörkum þess. Starfshópnum sé því falið að fara yfir málefni friðlandsins, meta stöðuna og ræða við sérfræðinga og hagsmunaaðila á svæðinu og gera tillögur um stækkun friðlandsins svo og hugsanlegar breytingar á mörkum friðlandsins og einstökum atriðum friðlýsingarinnar. Þess er óskað að starfshópurinn skili tillögum til ráðherra fyrir 1. febrúar 2007.Starfshópinn skipa Árni Bragason, sem er formaður, Egill Sigurðsson, tilnefndur af Ásahreppi, Þorgils Torfi Jónsson, tilnefndur af Rangárþingi ytra og Gunnar Örn Marteinsson, tilnefndur af Skeiða- og Gnúpverjahreppi.„Þjórsárver eru meðal helstu náttúrugersema á Íslandi og hafa mikið verndargildi í alþjóðlegu samhengi. Svæðið er víðáttumesta gróðurvin miðhálendisins auk þess sem þar er að finna mestu varpstöðvar heiðargæsarinnar í heimi. Hluti Þjórsárvera hefur verið friðlýstur frá 1981 og verin hafa verið á skrá Ramsar-samþykktarinnar frá 1990, eitt þriggja slíkra svæða hér á landi. Markmið Ramsar-samþykktarinnar er að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða í heiminum, sérstaklega sem lífsvæði fyrir votlendisfugla. Umhverfisráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að stækka beri friðlandið og láta af frekari orkunýtingaráformum á svæðinu," segir á vef umhverfisráðuneytisins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira