Sýrlendingar neita sök 21. nóvember 2006 18:56 Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu. Erlent Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira