Ekki endurlífgun ef fæðist 18 vikum fyrir tímann 19. nóvember 2006 19:00 Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða. Erlent Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða.
Erlent Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent