Ekki endurlífgun ef fæðist 18 vikum fyrir tímann 19. nóvember 2006 19:00 Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða. Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga. Framfarir í læknavísindum hafa gert læknum mögulegt að bjarga lífi sumra barna sem fæðast fyrir tímann. Sérfræðingar hjá Nuffield-ráðinu breska spyrja þó hvort rétt sé að beita þessari tækni í öllum tilvikum. Ráðið hefur látið lífsiðfræði til sín taka og birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um málefni tengd fyrirburum, samskipti milli lækna og foreldra. Almennt telja læknar afar litlar líkur á því að börn sem fæðist á tuttugustu og annarri viku meðgöngu komist lífs af auk þess sem mikil hætta sé á fötlun. Fæðist barn í 22. eða 23. viku meta læknar í Bretlandi lífsleikur þeirra aðeins einn á móti hundrað. Barnaverndarsamtök í Bretlandi segja um 300 börn fæðast á 23. viku á ári hverju í Bretlandi og 17% þeirra haldi lífi. Helmingur barna sem fæðist á 25. viku lifi. Í skýrslunni er lagt til að læknar grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðist 18 vikum fyrir tíman eða fyrr. Fæðist barn í 23. viku skuli læknir ráðfæra sig við foreldra. Fæðist barn í 24. viku séu mun sterkari rök fyrir því að beitar endurlífgunartilraunum. Þessi hluti skýrslunnar hefur vakið hörð viðbrögð og segja andstæðingar líknardráps og fóstureyðinga það hlutverk lækna að linna þjáningar en ekki að myrða sjúklinga. Verði vikið frá þessu sé sú hætta fyrir hendi að litið verði á þá í okkar samfélagi sem hver varnarlausastir séu sem minni manneskjur en aðra. Sonur Ednu Kennedy fæddist nokkuð fyrir tímann og þjáðist af sjaldgæfum húðsjúkdómi og þjáðist mikið meðan hann lifði. Varla mátti snerta hann án þess að honum blæddi og hann finndi fyrir miklum sársauka. Móðir hans viðurkennir að léttir hafi verið sorginni yfirsterkari þegar sonurinn lést, þrjátíu og sex ára að aldri. Hún spyr þó hvaða rétt við höfum til að halda barni á lífi sem sé þjakað af sársauka. Margir eigi eftir að finna leið til að sneiða framhjá reglum og lögum auk þess sem sú hætta sé fyrir hendi að börn - sem eigi möguleika á góðu lífi - verði deydd. Það telst vera fósturlát ef barn fæðist í 22. viku meðgöngu hér á landi. Að þeim tíma liðnum er talað um fyrirburafæðingu. Árangur starfsfólks vökudeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, í umönnun fyrirbura, er að sögn þeirra sem vel til þekkja góður á vestrænan mælikvarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira