Fordæmir ályktun SÞ 19. nóvember 2006 18:45 Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það. Ísraelsher varaði íbúa í húsi í Beit Lahiya á Gaza-svæðinu við árásinni hálftíma áður áætlað var að láta til skarar skríða. Vitað var að Mohammedweil Baroud byggi þar en hann er leiðtogi herskárra Palestínumanna á svæðinu. Íbúi í húsinu sætti sig ekki við þetta og hljóp þegar í nálæga mosku og bað nágranna sína um hjálp. Þeir flykktust að húsinu og slógu skjaldborg um það. Eftir því sem leið á morguninni fjólgaði í hópnum og hættu Ísraelar við árásina. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, lét sig ekki vanta og mætti á vettvang. Hann fagnaði aðgerðum íbúanna. Þetta væri fyrsta skrefið og sama aðferð yrði án efa notuð aftur til að verja hús Palestínumanna. Forsætisráðherrann sagði einnig að Palestínumenn örvæntu vegna þess að Ísraelar létu fordæmingar umheimsins sem vind um eyru þjóta. Á sama tíma fordæmdi Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka aðdraganda loftárásar Ísraelshers á Beit Hanoun fyrir tæpum hálfum mánuði, sem kostaði vel á annan tug almennra borgara lífið. Olmert sagðist ljóst að það væru ekki Ísraelar sem yrðu að gefa svör vegna mannfalls meðal almennra borgara, sérstaklega ekki eftir að þeir hefðu lýst yfir sorg sinni vegna atburðanna. Réttast væri að þeir sem réðust gegn almennum borgurum dag hvern gæfu skýringar. Enginn væri að predika yfir þeim þegar þörf væri á að Sameinuðu þjóðirnar gerðu það. Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það. Ísraelsher varaði íbúa í húsi í Beit Lahiya á Gaza-svæðinu við árásinni hálftíma áður áætlað var að láta til skarar skríða. Vitað var að Mohammedweil Baroud byggi þar en hann er leiðtogi herskárra Palestínumanna á svæðinu. Íbúi í húsinu sætti sig ekki við þetta og hljóp þegar í nálæga mosku og bað nágranna sína um hjálp. Þeir flykktust að húsinu og slógu skjaldborg um það. Eftir því sem leið á morguninni fjólgaði í hópnum og hættu Ísraelar við árásina. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, lét sig ekki vanta og mætti á vettvang. Hann fagnaði aðgerðum íbúanna. Þetta væri fyrsta skrefið og sama aðferð yrði án efa notuð aftur til að verja hús Palestínumanna. Forsætisráðherrann sagði einnig að Palestínumenn örvæntu vegna þess að Ísraelar létu fordæmingar umheimsins sem vind um eyru þjóta. Á sama tíma fordæmdi Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka aðdraganda loftárásar Ísraelshers á Beit Hanoun fyrir tæpum hálfum mánuði, sem kostaði vel á annan tug almennra borgara lífið. Olmert sagðist ljóst að það væru ekki Ísraelar sem yrðu að gefa svör vegna mannfalls meðal almennra borgara, sérstaklega ekki eftir að þeir hefðu lýst yfir sorg sinni vegna atburðanna. Réttast væri að þeir sem réðust gegn almennum borgurum dag hvern gæfu skýringar. Enginn væri að predika yfir þeim þegar þörf væri á að Sameinuðu þjóðirnar gerðu það.
Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira