Fjórir látnir og tveir helsærðir 18. nóvember 2006 17:53 Norðmenn eru felmtri slegnir eftir að karlmaður myrti þrjá og svipti sig lífi í Noregi í dag. Tveir liggja helsærðir. Fólkið tengdist allt fjölskylduböndum. Maðurinn var 38 ára og fórnarlömbin þrjú úr fjölskyldu hans. Fram kemur á fréttavefjum norska blaðsins Verdens gang og norska ríkissjónvarpsins að maðurinn hafi fyrst myrt tvo í bænum Sandefjord í Vestfold-fylki. Þá hafi hann haldið til Nøtterøy, sem er skammt þar frá, og ráðist inn í hús og stungið þrjá. Einn lést en maður og kona voru flutt alvarlega særð á sjúkrahús. Þá ók maðurinn að bensínstöð í Sandefjorð vopnaður haglabyssu. Þar hleypti hann af byssunni einu sinni eða tvisvar að sögn sjónvavotta. Engan sakaði þar. Lögregla elti manninn nokkurn spöl þegar hann ók frá bensínstöðinni. Þá stöðvaði maðurinn bíl sinn og steig út úr honum.Lögregla skaut viðvörunarskotum að manninum og tvö þeirra hæfðu hann. Þá beindi ódæðismaðurinn haglabyssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi. Vitni segja manninn hafa verið kaldan og yfirvegaðan þegar sem hann framdi ódæðin. Fórnarlömb mannsins eru sögð á aldrinum fjórtán til þrjátíu og níu ára. Að sögn norskra fjölmiðla eru deilur innan fjölskyldunnar sagðar hafa valdið því að maðurinn greip til vopna með þessum hörmulegu afleiðingum. Erlent Fréttir Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Norðmenn eru felmtri slegnir eftir að karlmaður myrti þrjá og svipti sig lífi í Noregi í dag. Tveir liggja helsærðir. Fólkið tengdist allt fjölskylduböndum. Maðurinn var 38 ára og fórnarlömbin þrjú úr fjölskyldu hans. Fram kemur á fréttavefjum norska blaðsins Verdens gang og norska ríkissjónvarpsins að maðurinn hafi fyrst myrt tvo í bænum Sandefjord í Vestfold-fylki. Þá hafi hann haldið til Nøtterøy, sem er skammt þar frá, og ráðist inn í hús og stungið þrjá. Einn lést en maður og kona voru flutt alvarlega særð á sjúkrahús. Þá ók maðurinn að bensínstöð í Sandefjorð vopnaður haglabyssu. Þar hleypti hann af byssunni einu sinni eða tvisvar að sögn sjónvavotta. Engan sakaði þar. Lögregla elti manninn nokkurn spöl þegar hann ók frá bensínstöðinni. Þá stöðvaði maðurinn bíl sinn og steig út úr honum.Lögregla skaut viðvörunarskotum að manninum og tvö þeirra hæfðu hann. Þá beindi ódæðismaðurinn haglabyssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi. Vitni segja manninn hafa verið kaldan og yfirvegaðan þegar sem hann framdi ódæðin. Fórnarlömb mannsins eru sögð á aldrinum fjórtán til þrjátíu og níu ára. Að sögn norskra fjölmiðla eru deilur innan fjölskyldunnar sagðar hafa valdið því að maðurinn greip til vopna með þessum hörmulegu afleiðingum.
Erlent Fréttir Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira