Frítekjumarkið þýðir 6400 krónur í vasann 17. nóvember 2006 17:48 Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi. Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Eins og kynnt var í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta um þrjú ár gildistöku á þrjúhundruð þúsund króna frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og tekur því gildi um áramót. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, segir það þýða að bætur Tryggingastofnunar skerðast um tæpum 10.000 kr. minna á mánuði fyrir þann sem aflar sér 25.000 kr. í atvinnutekjur eða meira. "Og það er fyrir skatta. Eftir skatta standa um 6400 kr." Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 208 milljónir - en þá er ekki tekið tillit til aukinna skatttekna og þess að dragi úr svartri vinnu eldri borgara. Stjórnarandstaðan fagnar því að frítekjumarkinu hafi verið flýtt. "En eftir stendur að frítekjumarkið er alltof lágt og við í stjórnarandstöðunni höfum nú þegar lagt fram mál sem gerir ráð fyrir þrisvar sinnum hærra frítekjumarki, eða 75.000 kr. á mánuði. Það myndi kosta um 600 milljónir króna en það má ekki gleyma því að með hækkandi frítekjumarki koma fleiri krónur í kassann með auknum tekjum ríkissjóðs. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem myndi skila sér mjög hratt til þeirra eldri borgara sem vilja vinna áfram." Aðspurður hvort frítekjumarkið hafi ekki verið náð fram í sátt við Landssamband eldri borgara segir Ágúst margt sérkennilegt hafa verið í samningaviðræðum þeirra við ríkisstjórnarflokkana. "Það er til dæmis komið í ljós að Landssambandi eldri borgara hafi beinlínis verið hótað að ef þeir drægju inn í umræðuna lífeyris- og skattamál þá yrðu áform um til dæmis búsetuúrræði sett í uppnám. Og þá spyr maður, hvers konar fólk er að stjórna þessu landi sem hótar hagsmunasamtökum eldri borgara með þessum hætti?" Þrátt fyrir skerðingar hafa yngri ellilífeyrisþegar hér unnið meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þeirra á meðal er Sigrún Sigurðardóttir 77 ára gamall Kópavogsbúi sem tekur þrjár kvöldvaktir í viku á Grund - þótt hingað til hafi skerðingarnar verið svo miklar að hún er ekki að fá nema 10-20 þús. kr. aukalega í vasann fyrir allt að fimmtíu prósent vinnu. Nýja frítekjumarkið þýðir að Sigrún fær um 10.000 kr. til viðbótar frá Tryggingastofnun en hún hefur að meðaltali verið með um 100 þús. kr. á mánuði frá Grund. En af því að Sigrún hefur líka tekjur úr lífeyrissjóði, sem skerða bæturnar, þá þarf ekki meira en 1-2 aukavaktir á mánuði til að ávinningurinn af nýja frítekjumarkinu hverfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira