Umhverfisráðherrar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Næróbí í Kenía ákváðu í dag, lokadegi ráðstefnunnar, að endurskoða Kyoto sáttmálann árið 2008. Vonir standa til að sáttmálinn verði þá gerður viðameiri og að fleiri lönd verði aðilar að honum.
Sátt náðist einnig á ráðstefnunni að ríkar þjóðir myndu aðstoða þær fátækari við að koma sér upp umhverfisvænum verksmiðjum og stefnum.
Gagnrýnendur ráðstefnunnar hafa þó sagt að ekki hafi verið nóg gert á henni, að engin meiriháttar samkomulög hafi náðst og ávinningur af henni því nærri enginn.
Umhverfisráðherra Íslands var stödd á ráðstefnunni.