Endalaus saga í olíusamráðsmáli 16. nóvember 2006 19:39 Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst. Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst.
Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira