Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska þjóðkirkjan sé skaðabótaskyld vegna skipunar sendiráðsprests í London.
Forsaga málsins er sú að Sigurð Arnarson var skipaður sendiráðsprestur í London haustið 2003. Sigríður Guðmarsdóttir var meðal umsækjanda og höfðaði hún mál á grunvelli þess að jafnréttislög hafi verið brotin. Sigríður taldi ljóst að starfsreynsla hennar og menntun gerði hana jafnhæfa eða hæfari til starfsins en Sigurð. Engin kona gegndi heldur prestsembætti erlendis.