Enn tapar Wetzlar

Wetzlar, lið Róbert Sighvatssonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, er enn án sigurs eftir stórt tap gegn Hamburg á útivelli í kvöld 36-23. Minden lá heima gegn Flensburg 32-26, Kiel lagði Kronau/Östringen 37-32 og Magdeburg skellti Dusseldorf 37-31 á útivelli.