Dómsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum um hleranir 15. nóvember 2006 21:25 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/Daníel Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við. Fréttir Innlent Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við.
Fréttir Innlent Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira