Verið að endurskoða reglur um flutning fanga 15. nóvember 2006 16:50 Ívar Smári Guðmundsson. MYND/Lögreglan í Reykjavík Lögreglan leitar enn Ívars Smára Guðmundssonar fanga af Litla Hrauni sem strauk í gær frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Fangelsismálastjóri segir að ekki hafi verið talin ástæða til að hafa fangann í handjárnum. Reglur um flutning fanga eru nú í endurskoðun.Ívar Smári er 26 ára og er að afplána 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Hann strauk klukkan þrjú í gær frá fangaflutningsmönnum þegar þeir voru að fara með hann í Héraðsdóm Reykjavíkur. Ívar Smári er 180 sentímetrar á hæð og var klæddur í svartan stuttermabol og græna hettupeysu þegar hann strauk.Valtýr Sigurðsson, fangelsismálastjóri, fundaði í dag með þeim sem að þessum málum koma. Hann sagði í samtali við NFS eftir fundinn að reglur um flutninga fanga væru í endurskoðun og í því sambandi yrði litið til þess hvernig málum væri háttað í Noregi og Danmörku. Reglurnar sem nú væri unnið eftir væru frá árinu 1999. Hann segir að mat sé lagt á það í hvert skipti hvort ástæða sé til að fangar séu handjárnaðir. Almennt sé reynt að komast hjá því, enda sé oft verið að flytja fanga til læknis og á aðra slíka staði, en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig eins og fyrr segir.Valtýr segir Ívar Smára hafa verið fluttan úr fangelsinu áður án þess að nokkuð hafi komið upp á og ekki hafi verið talið ástæða til að hafa hann handjárnaðan nú, þótt auðvelt sé að vera vitur eftir á. Lögregla telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur og tekur fangelsismálastjóri undir það, en segir ekki lýst eftir honum sem hættulegum manni. Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Lögreglan leitar enn Ívars Smára Guðmundssonar fanga af Litla Hrauni sem strauk í gær frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Fangelsismálastjóri segir að ekki hafi verið talin ástæða til að hafa fangann í handjárnum. Reglur um flutning fanga eru nú í endurskoðun.Ívar Smári er 26 ára og er að afplána 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Hann strauk klukkan þrjú í gær frá fangaflutningsmönnum þegar þeir voru að fara með hann í Héraðsdóm Reykjavíkur. Ívar Smári er 180 sentímetrar á hæð og var klæddur í svartan stuttermabol og græna hettupeysu þegar hann strauk.Valtýr Sigurðsson, fangelsismálastjóri, fundaði í dag með þeim sem að þessum málum koma. Hann sagði í samtali við NFS eftir fundinn að reglur um flutninga fanga væru í endurskoðun og í því sambandi yrði litið til þess hvernig málum væri háttað í Noregi og Danmörku. Reglurnar sem nú væri unnið eftir væru frá árinu 1999. Hann segir að mat sé lagt á það í hvert skipti hvort ástæða sé til að fangar séu handjárnaðir. Almennt sé reynt að komast hjá því, enda sé oft verið að flytja fanga til læknis og á aðra slíka staði, en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig eins og fyrr segir.Valtýr segir Ívar Smára hafa verið fluttan úr fangelsinu áður án þess að nokkuð hafi komið upp á og ekki hafi verið talið ástæða til að hafa hann handjárnaðan nú, þótt auðvelt sé að vera vitur eftir á. Lögregla telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur og tekur fangelsismálastjóri undir það, en segir ekki lýst eftir honum sem hættulegum manni.
Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira