Deisler í liði Bayern á ný

Sebastian Deisler verður í liði Bayern Munchen í fyrsta skipti í átta mánuði um helgina þegar meistararnir mæta Stuttgart í úrvalsdeildinni. Deisler hefur verið frá vegna hnémeiðsla, en þessi fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja hefur verið óheppinn með meiðsli allan sinn feril og þjáist einnig ef þunglyndi.