Bílaumboð eiga ekki að hvetja til utanvegaaksturs 14. nóvember 2006 22:13 Á myndinni er verið að reynsluaka Nissan jeppa. Myndin er úr myndasafni. MYND/Þorvaldur Bílaumboð eiga að sjá sóma sinn í því að taka auglýsingar sínar, sem hvetja til utanvegaaksturs, úr umferð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar. Ákveðin auglýsing Nissan-umboðsins hefur vakið athygli margra, ekki eingöngu af því hún er tekin upp í íslenskri náttúru, heldur vegna þess að hún er í verulegri mótsögn við átak umhverfisráðuneytisins gegn utanvegaakstri undanfarna mánuði. Framkvæmdarstjóri Landverndar segir auglýsinguna gefa skýr skilaboð. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir skilaboðin vera sú að þessir bílar geti greinilega farið um allt, á vegum jafnt sem utan vega. Hann segir þetta ekki góð skilaboð og sérstaklega í ljósi þess að 4x4 og önnur samtök ökutækja og ökumanna séu að berjast gegn þessu. Hann segir það fólk upp til hópa ekki vilja þennan utanvegaakstur en að vitanlega séu svartir sauðir innan um og það sé helst að þessi skilaboð virki mjög hvetjandi á þá og hugsanlega einnig yngri ökumenn. Sagðist hann jafnframt vonast til þess að þessi umfjöllun yrði til þess að bílaumboðin sjái sóma sinn í því að taka þessar auglýsingar af markaðnum. Nýverið gaf umhverfisráðuneytið út nýja reglugerð þar sem sú meginregla er áréttuð að óheimilt sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Bergur segir hins vegar að reglur um utanvegaakstur mætti vera skýrari. "Það er ekki alveg skýrt hvað má og hvað má ekki een það er alveg skýrt að það má ekki aka þar sem menn valda náttúruspjöllum". Þess má geta að forstjóri Nissan-umboðsins svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal vegna þessa máls. Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Bílaumboð eiga að sjá sóma sinn í því að taka auglýsingar sínar, sem hvetja til utanvegaaksturs, úr umferð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar. Ákveðin auglýsing Nissan-umboðsins hefur vakið athygli margra, ekki eingöngu af því hún er tekin upp í íslenskri náttúru, heldur vegna þess að hún er í verulegri mótsögn við átak umhverfisráðuneytisins gegn utanvegaakstri undanfarna mánuði. Framkvæmdarstjóri Landverndar segir auglýsinguna gefa skýr skilaboð. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir skilaboðin vera sú að þessir bílar geti greinilega farið um allt, á vegum jafnt sem utan vega. Hann segir þetta ekki góð skilaboð og sérstaklega í ljósi þess að 4x4 og önnur samtök ökutækja og ökumanna séu að berjast gegn þessu. Hann segir það fólk upp til hópa ekki vilja þennan utanvegaakstur en að vitanlega séu svartir sauðir innan um og það sé helst að þessi skilaboð virki mjög hvetjandi á þá og hugsanlega einnig yngri ökumenn. Sagðist hann jafnframt vonast til þess að þessi umfjöllun yrði til þess að bílaumboðin sjái sóma sinn í því að taka þessar auglýsingar af markaðnum. Nýverið gaf umhverfisráðuneytið út nýja reglugerð þar sem sú meginregla er áréttuð að óheimilt sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Bergur segir hins vegar að reglur um utanvegaakstur mætti vera skýrari. "Það er ekki alveg skýrt hvað má og hvað má ekki een það er alveg skýrt að það má ekki aka þar sem menn valda náttúruspjöllum". Þess má geta að forstjóri Nissan-umboðsins svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal vegna þessa máls.
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira