Lögreglumanni á Akureyri hótað lífláti 14. nóvember 2006 21:57 Lögreglumenn að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Myndin er úr myndasafni. MYND/Haraldur "Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni. Fréttir Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
"Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira