Þyrlur Gæslunnar að fara frá Höfn

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-Líf og nýja leiguþyrla Gæslunnar, eru nú að leggja af stað frá Höfn í Hornafirði. Þyrlurnar hafa verið þar í viðbragðsstöðu vegna erlends flutningaskips, sem lenti í háska rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu, þegar aðalvél þess bilaði í nótt. Skipið siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar þangað sem skipið er væntanlegt klukkan sex í kvöld.