George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að alþjóðasamfélagið þyrfti að beita Íran efnahagslegum þvingunum ef þeir héldu áfram að auðga úran gegn vilja þess.
Bush sagði ennfremur eftirfarandi "Það er mjög mikilvægt fyrir heimsbyggðina að sameinast til þess að koma því á framfæri við Írani að ef þeir halda áfram að auðga úran muni þeir verða einangraðir".
Þetta kom fram í dag þegar fréttamenn spurðu hann um hugsanlegar efnahagsþvinganir gegn Íran.