Innlent

Horfur á vonskuveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi í allan dag

Ökumenn eru hvattir til að fara að öllu með gát.
Ökumenn eru hvattir til að fara að öllu með gát. MYND/Valgarður Gíslason

Veðurstofa NFS spáir áframhaldandi vonskuveðri á Vestfjörðum og á Norðurlandi í nær allan dag. "Það er mjög hvasst á þessum slóðum, í kringum 20 m/s, þó vindur sé heldur hægari sumstaðar inni á fjörðum. Einnig gengur á með snjókomu og éljum í allan dag og akstursskilyrði því afleit," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur. 

"Það er því afskaplega lítið eða ekkert ferðaveður á þessum slóðum meðan þetta er svona og þannig verður það fram á kvöld í öllum meginatriðum" segir Sigurður. Hann bætir við að það eigi eftir að hvessa síðar í dag á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og með landinu austanverðu. "Það er harðavetur í kortunum. Hann er að kólna og við erum að sigla inn í talsvert kaldan veðurkafla" segir Sigurður og bætir við að á morgun verði eitthvað hægari vindur en kaldara. Að öðru leyti verður svipað veðurlag.

Nánar um veðrið á veðursíðu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×