
Fótbolti
Jafnt á Nou Camp í hálfleik

Staðan í leik Barcelona og Zaragoza er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés á Nou Camp í Barcelona. Gestirnir komust yfir með marki frá varnarmanninum Gabriel Milito á 15. mínútu en Ronaldinho jafnaði metin á 30 mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Eiður Smári er í liði Barcelona og hefur átt ágæta spretti í fyrri hálfleiknum.