Maliki boðar uppstokkun á stjórninni 12. nóvember 2006 19:00 MYND/AP Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar. Erlent Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar.
Erlent Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira